Fara í efni

Dæmigerð aflrás bensín- eða dísilbíls inniheldur yfir 2.000 hluti sem hreyfast, meðan rafdrifna aflrás Polestar 2 er með um 50. Af því leiðir að minni þörf er á þjónustu þar sem, í rauninni, eru dekk, rúðuþurrkublöð og loftsía farþegarýmis einu hlutirnir sem þarf að athuga reglulega.

  • Reynsluakstur

Þjónusta

Þjónusta

Öllum nýjum Polestar bílum fylgir þjónusta og viðhald í 3 ár eða allt að 100 þús km akstur.  

Greiningarkerfi um borð gerir ökumanninum viðvart ef þörf er á viðbótarþjónustu, og reglubundnar tímasettar uppfærslur yfir netið munu halda stýrikerfum, öppum og kerfum Polestar 2 bílsins í fremstu röð eins og þegar þau voru upphaflega sett á markað.


Uppfærslur yfir netið (OTA)

OTA-uppfærslur eru þægileg leið til að tryggja að Polestar þinn skili sínu besta og bæti sig stöðugt. Auk villuleiðréttinga og endurbóta á stöðugleika, hagræða þessar uppfærslur á leiðsögu- og upplýsinga- og afþreyingarkerfi bílsins og annarri þægindavirkni eins og hitastýringu í farþegarými og læsa og opna bílinn. Uppfærslur fyrir bætta hleðslu og aksturseiginleika eru einnig aðgengilegar sem OTA.

Þegar uppfærsla er tiltæk birtist tilkynning í bílnum. Þú velur einfaldlega tíma sem hentar fyrir niðurhal og uppsetningu. Ef bíllinn þinn er bókaður á þjónustustað fyrir viðhald eða aðra vinnu, munu tæknimenn okkar sjá til þess að allar tiltækar uppfærslur séu gerðar.


Bóka tíma 

Öll sú tæknilega sérþekking sem Polestar bíllinn þinn þarf er alltaf nálæg þökk sé samvinnu okkar við Volvo Cars. Viðurkennd Volvo verkstæði eru tað aðstoða við viðhald, viðgerðir og hugbúnaðaruppfærslur.

Bóka tíma í þjónustu


Opnunartími

Verkstæði og varahlutir

Mánudaga til fimmtudaga

Föstudaga 

Laugardaga

Sunnudaga

kl. 7:45 – 17:00

kl. 7:45 - 16:15

Lokað

Lokað